Translate to

Fréttir

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna - Frelsi til fjölskyldulífs

Konur njóta blíðunnar á fjölskyldudegi Verk Vest í Raggagarði Konur njóta blíðunnar á fjölskyldudegi Verk Vest í Raggagarði

Fjölmenni sótti hádegisverðarfund í dag af tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars en boðað var til fundarins af verkalýðshreyfingunni, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráði.  Yfirskriftin var Frelsi til fjölskyldulífsmeð áherslu á samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.


Gyða Margrét Pétursdóttir doktor í kynjafræðum flutti erindi þar sem hún fjallaði m.a. um að útivinnandi mæðurættu oft erfitt með að samræma fjölskyldulíf og atvinnu.  Þær notuðu oft „Pollýönnuleikinn", þ.e. að bæru stöðu sína saman við þær sem eru í ennþá verri stöðu. Þær slá í og úr, finna viðmið og öfgaviðmið „...þetta sleppur allt... ef ég væri til dæmis einstæð og ekki með foreldra þá væri þetta mjög erfitt." Gyða Margrét lagði áherslu á að mikið vinnuálag væri á nútímakonum og nauðsynlegt væri að huga að styttingu vinnutímans.


Ingólfur V. Gíslason, lektor fjallaði um breytingar á stöðu feðra frá því að vera eingöngu skaffari til umhyggjuaðila.  Þó svo að margt hafi breyst til hins betra á undanförnum áratugum t.d. með tilkomu fæðingarorlofs feðra þá eru enn sterkar átakalínur sem fjölskyldna dansar eftir. Það eru átök um tíma, álag og ekki síst kynjaátök. Niðurstaða Ingólfs er að eina ráðið til að bæta ástandið stytting vinnutímans!


Heiða Björk Rúnarsdóttir, leikskólastjórilagði áherslu á börnin og þeirra vinnuumhverfi. Hún lagði upp með spurninguna „Hafa foreldrar val þegar kemur að því að sameina fjölskyldulíf og atvinnuþátttöku?" Hún sagði að aukið atvinnuleysi og kreppa hefðu neikvæð áhrif, það væri aukið álag á foreldra og þá um leið aukið álag á börnin. Hún lagði áherslur á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og minnti á að Ísland hefur skuldbundið sig til að virða og uppfylla ákvæði sáttmálans. Þó svo að peningar væru hreyfiafl alls, þá mætti ekki gleyma því að börn kosta tíma og börn kalla á sveigjanleika í þjóðfélaginu.

Frá þessu er greint á heimasíðu ASÍ.

Deila