Translate to

Fréttir

Alvarleg tíðindi í atvinnumálum Þingeyringa

Þingeyri við Dýrafjörð Þingeyri við Dýrafjörð

Á starfsmannafundi hjá vinnslustöð Vísis hf. á Þingeyri tilkynnti Pétur H. Pálsson þær fyrirætlanir eiganda fyrirtækisins að loka vinnslunni frá 1.maí 2008 - 1. október 2008 eða í fimm mánuði. Ekki var annað að heyra en hugur væri til að hefja starfsemina að nýju strax 1. október, því ekki væri um uppsagnir á ráðningasambandi við starfsfólk að ræða. Stóra spurningin er auðvita sú hvort fólk á Þingeyri láti bjóða sér það að vera skammtaðar grunnatvinnuleysisbætur í 5 mánuði. Ég held að fæstir hafi efni á því. Með því að velja ekki að nýta sér þá 60 daga sem heimild er fyrir samkvæmt lögum vegna hráefnisskorts, þá skerðir fyrirtækið möguleika fólksins á tekjutengdum atvinnuleysisbótum.

 
Svör forsvarsmanna eru á þá leið að þeir hyggist nýta þá daga síðar, er sú túlkun staðfest af samskonar fundi sem haldin var með starfsfólki Vísis hf. á Húsavík fyrr í dag, en þar boðuðu forsavarsmenn Vísis hf. jafn langt vinnslustopp og á Þingeyri. Enn og aftur erum við Vestfirðingar að upplifa það að burðarás atvinnulífs í sjávarbyggð verði lokað um lengri tíma, 37 einstaklingar eru nánast settir út á guð og gaddinn og það að velja 1.Maí, baráttudag launþega sem upphaf vinnslustöðvunar er ekki til eftirbreytni.  

Deila