Translate to

Fréttir

Ályktanir 30. þings Sjómannasambands Íslands

Dagana 24.- 25. nóvember var haldið 30. þing Sjómannasambands Íslands. Fulltrúi Verk Vest á þinginu var Sævar Gestsson formaður sjómannadeildar félagsins. Á þinginu voru samþykktar fjölmargar ályltanir og bera þær nokkurn blæ af þeim málum sem helst brenna á sjómönnum. Má þar t.d. nefna kröfu Sjómannasambands Íslands að skattfríðindi íslenskra sjómanna verði lögfest að nýju þannig að þeir njóti sambærilegra skattfríðinda og sjómenn annarra fiskveiðiþjóða. Einnig fagnar þingið fyrirhugaðri könnun á hvíldar- og vinnutíma íslenskra sjómanna. Þingið telur að aðkoma sjómannasamtakanna að könnuninni sé algert lykilatriði og að hún verði unnin í nánu samstarfi við sjómennina sjálfa eins og fyrirhugað er.  Að mati þingsins þarf að gera slíkar athuganir reglulega þannig að fyllsta öryggis sé ávallt gætt um borð í skipum. Í framhaldi af þeim athugunum verði settar reglur um lágmarks mönnum fiskiskipa við veiðar eftir stærð, gerð og veiðiaðferðum þeirra.

Hægt er að nálgast allar ályktanir þingsins á nýjum vef Sjómannasambandsins.

Deila