Translate to

Fréttir

Ánægja með námskeið fyrir smiði

Tæringavarnirnar teknar föstum tökum Tæringavarnirnar teknar föstum tökum
Endur- og símenntun er nauðsynleg Endur- og símenntun er nauðsynleg

Dagana 30 - 31. janúar var haldið námskeið í viðhaldi og viðgerðir húsa á vegum Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Iðunnar fræðaseturs. Kennarar á námskeiðinu voru þeir Jón Sigurjónsson og Björn Marteinsson hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Það var mál þátttakanda að námskeiðið hefði verið gagnlegt og myndi nýtast vel sérstaklega ef endurgreiðsla virðisaukaskatts af endurbótum yrði að veruleika. Einnig höfðu reyndari þátttakendurnir orð á því að margt fróðlegt hefði komið þar fram, því á gamla máltækið "svo lengi lærir sem lifir". Á laugardeginum var síðan farið í vettvangsferð til Bolungavíkur og framkvæmdir við Félagsheimili Bolungavíkur skoðaðar.

Deila