Ár frá gjaldþroti Eyrarodda
Þessi námskeið hafa gefið atvinnuleitendum meiri og fjölbreyttari möguleika. Atvinnuleitendur hafa þó orðið varir við að þeir sem hafa íslenskukunnáttu ganga frekar fyrir í vinnu en þeir sem ekki tala íslensku. Með þessum námskeiðum telja heimamenn að markmið Fræðslumiðstöðvarinnar að styrkja samfélagið hafi tekist mjög vel. Þetta merkir fólk á að meiri tenging er orðin innan samfélagsins meðal Íslendinga og fólks af erlendu bergi. Vinnumarkaðsátak í umhverfismálum sem unnið var í samstafi Vinnumálastofnunar og Ísafjarðarbæjar hefur einnig skilað jákvæðum straumum inn í samfélagið á Flateyri. Fræðslumiðstöðin mun halda út starfsemi á Flateyri fram á vorið og vonandi lengur ef áhugi, vilji og fjármunir verða til staðar.