Ársfundur ASÍ 2010
Ályktanir fundarins voru því unnar af um 300 fulltrúum sem allir voru valdir inna raða sinna félaga. Ályktanirnar má nálgast á heimasíðu ASÍ. Á fundinum voru einnig kosningar um æðstu embætti sambandsins, forseta og varaforseta. Sitjandi forseti Gylfi Arnbjörnsson fékk mótframboð frá Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur frá VR en niðurstöður kosningannna voru á þann veg að Gylfi bar sigur úr bítum með um 73% greiddra atkvæða. Í kosningunni um varaforseta voru Signý Jóhannesdóttir frá Stéttarfélagi Vesturlands og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir í framboði. Niðurstöður þeirra kosninga voru á þann veg að Signý Jóhannesdóttir hlaut kosningu í embætti Varaforseta með 64% greiddra atkvæða. Þess má geta að fyrrverandi varaforseti ASÍ, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir hefur dregið sig í hlé vegna mjög erfiðra veikinda.
Nánar er fjallað um ársfundinn, ræður og erindi, ályktanir ársfundar ásamt niðurstöðum kosninga á heimasíðu ASÍ.