Translate to

Fréttir

Ársfundur ASÍ hafinn

Grétar Þorsteinsson fráfarandi forseti ASÍ og Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ í heimsókn á skrifstofu Verk-Vest Grétar Þorsteinsson fráfarandi forseti ASÍ og Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ í heimsókn á skrifstofu Verk-Vest

Ársfundur Alþýðusambands Íslands hófst kl. 10 í dag og stendur í tvo daga. Búist er við að um 290 fulltrúar sæki fundinn, frá 60 aðildarfélögum sambandsins. Verk-Vest sendir 4 fulltrúa á fundinn.
Yfirskrift ársfundarins er Áfram Ísland - fyrir ungt fólk og framtíðina, en þar verður fjallað sérstaklega um stöðu og hlutverk ungs fólks í samfélaginu og á vinnumarkaði. Væntanlega munu þau áföll sem þjóðfélagið hefur orðið fyrir síðustu vikur verða fyrirferðarmikil í umræðunni, ekki síst sú staðreynd að þau auka enn á vanda þeirra sem tekið hafa verðtryggð lán til að koma sér upp húsnæði; ekki er nóg með að kaupmáttur launanna hafi rýrnað um rúm 4% eins og frétt hér neðar á síðunni ber með sér, heldur hækka lánin sjálfkrafa með verðbólgunni. Vandinn er því tvöfaldur hjá ungu fólki sem nýlega hefur eignast þak yfir höfuðið.

Kosinn verður nýr forseti ASÍ á fundinum þar sem Grétar Þorsteinsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ, og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ eru í framboði.

Efni sem fjallað er um á ársfundi ASÍ:
Ungt fólk.
Verkefni ASÍ. 

Deila