Translate to

Fréttir

Ársfundur Gildis lífeyrissjóðs

Ársfundur Gildis lífeyrissjóðs var haldinn á Grandhótel í gær en Lífeyrissjóður Vestfirðinga sameinaðist gildi 1. janúar 2015. Verkalýðsfélag Vestfirðinga sendi tvo fulltrúa á fundinn, þau Finnboga Sveinbjörnsson, formann Verk Vest og Margréti J. Birkisdóttur, varamann í stjórn Gildis frá samruna sjóðanna. Í máli stjórnarformanns sjóðsins kom fram að tryggingafræðileg staða sjóðsins hefði batnað nokkuð milli ára og væri nú 1,4%. Væri það í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem tryggingafræðileg staða sjóðsins væri jákvæð. Nafnávöxtun samtryggingardeildar var einnig ágæt og nam 10,1% og hrein raunávöxtun því 7,7%. Er það sjötta árið í röð sem sjóðurinn skilar jákvæðri raunávöxtun. Hrein eign jókst um 83,7 milljarða á árinu og er heildareign samtryggingardeildar til greiðslu lífeyris í lok árs því um 451 milljarður króna.

Á fundinum komu fram áhyggjur af aukinni örorkubyrgði sjóðsins og hversu hátt hlutfall lífeyrisgreiðslna færu til greiðslu örorkulífeyris. Er það skoðun stjórnar Gildis að núverandi skipting örorkuframlags til jöfnunar örorkubirgði sjóðsins sé alls ekki í takt við aukna örorkubyrgði einstakra lífeyrissjóða. Nauðsynlegt væri að endurskoða þá skiptingu. Tryggingafræðingur sjóðsins benti einnig á auknar æfilíkur sjóðfélaga og að við því þyrfti stjórn sjóðsins að bregðast. Kom fram í umræðum á fundinum að Landsamtök lífeyrissjóða væri að skoða samanburð milli sjóða með háa og lága örorkubirgði og hvort sá samanburður leiddi í ljós einhver sannindi varðandi auknar eða minkandi lífslíkur eftir örokubyrgði sjóðanna. Gera má ráð fyrir að auknar lífslíkur muni hækka meðallífaldur sjóðfélaga um 3 - 5 ár, mismunandi eftir kyni og núverandi lífaldri og við því verði stjórn sjóðsins einnig að bregðast.

Hér má skoða kynningarglærur frá fundinum

Hér má skoða ársskýrslu Gildis fyrir 2015

Deila