Translate to

Fréttir

Átak gegn svartri atvinnustarfsemi

Launamaðurinn tapar öllum félagslegum réttindum í svartri vinnu ! Launamaðurinn tapar öllum félagslegum réttindum í svartri vinnu !
Samtök Iðnaðararins SI hafa nú hleypt af stokkunum auglýsingaátaki gegn svartri atvinnustarfsemi. Þessu átaki ber að fagna þar sem eitt af okkar helstu samfélagsmeinum er svört atvinnustarfsemi. Svarti markaðurinn hefur grafið undir eðlilegu samkeppnisumhverfi fyrirtækja og veikir réttarstöðu einstaklinga, bæði þeirra sem vinna svarta vinnu og þeirra sem kaupa svarta vinnu. Á heimasíðu SI má finna upplýsingar um svarta atvinnustarfsemi og þá fjármuni sem þjóðarbúið verður af vegna hennar á hverju ári. Þessa fjármuni þurfum við öll að taka þátt í að borga með aukinni skattheimtu og samdrætti í þjónustu hins opinbera.

Á ársgrundvelli er talið að samfélagið sé svikið um 40 milljarða á ári, já 40 þúsund milljónir, engin smá upphæð það. Þessi upphæð dugir t.d. til að greiða skólamáltíðir fyrir 40 þúsund grunnskólanemendur í 13 ár !  Heimilum okkar munar sannarlega um þessa peninga.  Það vær hægt að nota þá til að efla atvinnu t.d. væri hægt að tvöfalda allar einbreiðar brýr og leggja hefðbundinn þjóðveg hringinn í kringum landið. Það er nauðsynlegt að allir taki þátt í að stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi af hvaða toga sem hún kann að vera. Samfélagið þarfnast þessara fjármuna nú sem aldrei fyrr. Nánar má fræðast um átakið á heimasíðu SI.
Deila