Átak gegn svartri atvinnustarfsemi
Á ársgrundvelli er talið að samfélagið sé svikið um 40 milljarða á ári, já 40 þúsund milljónir, engin smá upphæð það. Þessi upphæð dugir t.d. til að greiða skólamáltíðir fyrir 40 þúsund grunnskólanemendur í 13 ár ! Heimilum okkar munar sannarlega um þessa peninga. Það vær hægt að nota þá til að efla atvinnu t.d. væri hægt að tvöfalda allar einbreiðar brýr og leggja hefðbundinn þjóðveg hringinn í kringum landið. Það er nauðsynlegt að allir taki þátt í að stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi af hvaða toga sem hún kann að vera. Samfélagið þarfnast þessara fjármuna nú sem aldrei fyrr. Nánar má fræðast um átakið á heimasíðu SI.