Translate to

Fréttir

Átak í verðlagseftirliti

Í viðtali við forseta ASÍ í kvöldfréttum ríkisútvarpsins á miðvikudag kom fram að ASÍ væri að bíða eftir staðfestingu á fjármögnun á sérstöku átaki í verðlagseftirliti á matvöru, sem viðskiptaráðherra hefði óskað eftir. Í gær var fjármögnunin staðfest og er verkefnið þegar hafið.
Miðað við fréttir síðustu daga og vikna er það ekki seinna vænna.
Að undanförnu hefur maður varla opnað svo dagblað eða kveikt á ljósvakamiðli að þar hafi ekki birst fulltrúar verslunarinnar og fært fram emjan og kveinan vegna hækkandi verðlags erlendis, fallandi gengis og óheyrilegs launakostnaðar. Launafólk veit að þessi söngur boðar ekki gott, kannast við lag og ljóð frá fornu fari.
Ástæða er því til að fagna þessu framtaki viðskiptaráðherra og ASÍ og styðja það með öllum ráðum.

 

Deila