Translate to

Fréttir

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning sjómanna

Þessa dagana og næstu tvær vikur verða haldnir kynningafundir um efni samningsins og allir sjómenn eru hvattir til að kynna sér innihald samningsins áður en þeir greiða atkvæði því ekki er hægt að breyta valinu síðar. Þar sem sjómenn hafa ekki mikið val um hvenær þeir eru í landi verða kynningarfundir haldnir samkvæmt beiðni sjómanna og auglýstir með þeim fyrirvara sem gefst.

ATH að þeir sjómenn eða áhafnir sem óska eftir kynningu fá kynningu þegar því verður við komið.

Þeir sem óska eftir kynningu vinsamlega sendið beiðni um það á bergvin@verkvest.is 

Kynningar á döfinni:

  • Áætlað er að vera á Patreksfirði í vikunni 27. feb. - 5. mars. Dagsetning verður auglýst innan skamms.
  • Haldin verður kynning þegar Júlíus Geirmundsson ÍS-270 verður í landi undir lok febrúar.

Kosning um kjarasamninginn verður opnuð kl. 14:00 í dag (17. febrúar 2023) og stendur til kl. 15:00 þann 10. mars 2023. ATH að aðeins er hægt að kjósa einu sinni.

TAKIÐ UPPLÝSTA ÁKVÖRÐUN!

>>>>> ÝTIÐ HÉR TIL AÐ KYNNA YKKUR INNIHALD SAMNINGSINS <<<<<

>>>>> ÝTIÐ HÉR TIL AÐ KJÓSA <<<<<

 

Deila