Atkvæðagreiðsla um kjarasamning sveitafélaga - Rafræn kosning
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hefst kl. 08:00 þann 1. desember og stendur hún til miðnættis 8. desember. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar daginn eftir. Atkvæðagreiðslan verður með rafrænum hætti og eru allir félagsmenn sem starfa eftir samningi SGS við sveitarfélögin á kjörskrá. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kosið á skrifstofum Verk Vest á Ísafirði og Patreksfirði á opnunartíma alla virka daga.
Til að greiða atkvæði fara félagsmenn okkar inn á heimasíðu Starfsgreinasambandsins (www.sgs.is) og smella á „Kjarasamningar 2015“ á forsíðunni. Þar getur viðkomandi greitt atkvæði með því að nota lykilorð sem hann fær sent í pósti. Allir kosningabærir félagsmenn fá sendan kynningarbækling í pósti í tengslum við atkvæðagreiðsluna, en bæklingurinn inniheldur m.a. lykilorð viðkomandi. Bæklingurinn með lykilorði verður sendur út í dag, mánudaginn 30. nóvember og ætti að berast félagsmönnum næstu daga.
Upplýsingar um samninginn og kynningarefni má finna á heimasíðu SGS