Nú fer hver að verða síðastur að ganga frá atkvæðagreiðslu vegna ríkissamningana sem voru undirritaðir þann 25. maí síðastliðinn. Atkvæði þurfa að berast kjörstjórn SGS fyrir kl 12:00 á morgun föstudag 20. júní. Þeir sem hafa fengið atkvæðaseðla en ekki gengið frá þeim í póst eða á skrifstofu félagsins á Ísafirði eru beðnir að gera það sem fyrst þannig að tryggt verði atkvæði berist kjörstjórn SGS í tíma. Fyrirhugað er að tilkynna úrslit í atkvæðagreiðslunni seinni part sama dags.