Átt þú uppsafnaðann rétt í Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks ?
Nýjar starfsreglur Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks voru samþykktar í fyrra og hófst tveggja ára aðlögunartímabil þann 1. janúar 2014. Nýjar reglur munu taka við af eldri reglum árið 2016.
Á aðlögunartímanum gefst félagsmönnum sem eiga uppsöfnuð stig samkvæmt eldri reglum Starfsmenntasjóðsins kostur á að nýta þau.
Verk Vest vill benda félagsmönnum í verslunar- og skrifstofudeild á að kanna hvort uppsafnaður réttur samsvari 200 stigum eða fleiri.
Félagið hvetur verslunar- og skrifstofufólk í félaginu að athuga hver staða þeirra er á félagavef á verkvest.is Nákvæmar leiðbeiningar um innskráningu er að finna á félagavef.
Þessi breyting á starfsreglunum hefur verið kynnt ítarlega á heimasíðu félagsins. Sjá nánar um breyttar starfsreglur á verkvest.is
Athugið að samkvæmt eldri reglum geta allir félagsmenn Verk Vest/LÍV sem greitt hefur verið af til sjóðsins á síðustu 12 mánuðum, sótt um starfsmenntastyrk til hans.