Translate to

Fréttir

Átta útskrifaðir með sveinspróf í hússmíði

Útskriftarnemar MÍ -  mynd bb.is Útskriftarnemar MÍ - mynd bb.is
Þrátt fyrir lægð í byggingargeiranum þá hafa nemar í húsamíði við Menntaskólann á Ísafirði haldið ótrauðir áfram og luku átta námi með sveinsprófi sem var þreytt á dögunum. Í ávarpi Þrastar Jóhannssonar sviðsstjóra tréiðngreina við Menntaskólann kom fram að það væru 18 ár frá því nemar í húsasmíði hefðu síðast verið útskrifaðir frá skólanum. Ástæða þess er sú að til þess að sveinspróf sé þreytt þá þurfa að lágmarki 5 nemar að vera skráðir í fagið. Þeir nemar sem hafa stundað nám í húsasmíði hafa því þurft að fara norður eða suður til að ljúka sveinsprófi. Þess má geta að Sveinafélag Byggingamanna, sem er deild í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, veitt verðlaun fyrir góðan námsárangur og sendir félagið öllum sveinsprófsnemum árnaðaróskir með áfangann. 
Deila