Translate to

Fréttir

Áttin ný vefgátt starfsmenntasjóða

Fyrr í dag var haldinn kynningarfundur um Áttin sem er ný vefgátt sem er hugsuð til að einfalda fyrirtækjum að sækja um styrki vegna starfsfræðslu fyrir vinnustaði. ASÍ og Samtök atvinnulífsins stóðu að kynningunni og kom fram að vefgáttin er sett upp til að svara ákalli forsvarsmanna fyrirtækja um einfaldað ferli við umsókn starfsfræðslustyrkja. Flestir stærstu starfsfræðslusjóðirnir eru aðilar að Áttin og veita þessir sjóðir styrki sem nema frá 50 - 80% af kostnaði við námskeiðshald fyrirtækja þegar kemur að starfsfræðslu. Á kynningunni kom fram að bætt starfsfræðsla dregur úr starfsmannaveltu, fækkar slyslum og hefur dregið úr rektrarkostnaði véla og tækja á vinnustöðum. Vefgáttin er öll mög einföld og aðgengileg þar sem hægt er að fylgjast með ferli umsóknar allt til afgreiðslu hennar. Verk Vest beinir því til forsvarsmanna fyrirtækja að kynna sér ennfrekar möguleika vefgáttarinnar Áttin og taka þátt í að efla starfsfræðslu á sínum vinnustað og þannig skapa fyritækinu og starfsfólkinu betra starfsumhverfi. 

Deila