Translate to

Fréttir

Atvinnulaus einstaklingur framkvæmir verðkönnun

Reynir Ásgeirsson. Mynd mbl.is Reynir Ásgeirsson. Mynd mbl.is
Reynir Ásgeirsson, sem er atvinnulaus Kópavogsbúi, hefur tekið áskorun ASÍ og stéttarfélagana um virka neytendavakt á annað stig. Upp á sitt einsdæmi hefur Reynr framkvæmt mjög viðamiklar kannanir hjá helstu "lágvöruverslunum" á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða könnun sem nær til um 170 vörumerkja hjá þessum verslunum. Haft er eftir Reyni á mbl.is að honum hafi fundist nauðsynlegt að leggja könnunina upp með þessum hætti svo almenningur gæti séð það svart á hvítu hvernig verið er að hræra í verði vinstri hægri og neytendur vísvitandi ruglaðir alveg í rýminu. Með þessum hætti missi almenningur nánast allt verðskyn og geri sér minni grein fyrir verðhækkunum. Nánar er hægt að lesa um framtak Reynis á mbl.is en þar er einnig hægt að nálgast kannanirnar. Verk Vest hvetur alla neytendur til að taka Reyni sér til fyrirmyndar enda er virk neytendavakt ein af okkar bestu kjarabótum og þakkar Reyni hans frábæra framtak.
Deila