Translate to

Fréttir

Atvinnuleysistryggingar eru nú samkeyrðar við staðgreiðslugrunn Ríkisskattstjóra

Þeir umsækjendur um atvinnuleysistryggingar sem hafa tekjur þurfa því ekki lengur að skila inn afriti af launaseðlum né upplýsingum um reiknað endurgjald. Þessi í stað er mikilvægt að umsækjendur sem hafa tekjur geri grein fyrir þeim með því að fylla út eyðublaðið „Áætlun um tekjur" sem er að finna hér á vefnum. Ef ekki hefur verið gerð grein fyrir öllum tekjum má búast við að greiðslur stöðvist þar til upplýsingar um þær berast Greiðslustofu.


Greiðslustofa Vinnumálastofnunar mun samkeyra mánaðarlega við staðgreiðslugrunn RSK og hefur núna framkvæmt fyrstu keyrslu. Vegna þessa geta umsækjendur búist við því að þeim berist leiðréttingaseðlar um næstu mánaðamót. Þeir umsækjendur sem hafa haft tekjur sem þeir hafa ekki gert grein fyrir geta jafnframt búist við frádrætti á næstu greiðslum, bréfi frá stofnuninni og/eða töfum á greiðslum  þar til viðeigandi upplýsingar berast. Upplýsingar um tekjur og starfshlutfall er hægt að senda inn með útfyllingu eyðublaðsins „Áætlun um tekjur" og leggja það inn á næstu þjónustuskrifstofu, senda á greidslustofa@vmst.is  eða símsenda á 582 4920.


Við samkeyrsluna geta einnig komið fram tekjur sem ekki er talið eðlilegt að hafi áhrif á greiðslur atvinnuleysistrygginga í þeim mánuði sem þær koma fram og geta umsækjendur komið ábendingum um það til Greiðslustofu Vinnumálastofnunar með því að senda skýringar ásamt upplýsandi gögnum á netfangið greidslustofa@vmst.is.

Starfsfólk Greiðslustofu vonar að þessi breyting gangi vel fyrir sig en hún er mjög til bóta þar sem umsækjendur þurfa ekki lengur að senda inn launaseðla mánaðarlega.  Þessar upplýsingar eru fengnar af vef Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum

Deila