Translate to

Fréttir

Auglýst eftir umsjónarfólki fyrir Orlofsbyggðina í Flókalundi

Stjórn Orlofsbyggðarinnar í Flókalundi óskar eftir að ráða umsjónarmann byggðarinnar í fullt starf frá og með 2. maí 2023. Árlegur starfstími umsjónarmanns  er frá 2. maí  til 30. september 2023.  Leitað er eftir handlögnum einstaklingi eða tveimur samhentum einstaklingum til að hafa umsjón með umhverfi, orlofshúsum og sundlaug byggðarinnar. Umsækjandi þarf einnig að geta sinnt minniháttar viðhaldsverkefnum ásamt öðrum tilfallandi störfum við orlofsbyggðina.

Orlofsbyggðin í Flókalundi er rekstrarfélag  um orlofsbústaði og sundlaugarsvæði sem eru í eigu stéttarfélaga víðsvegar af landinu. Orlofsbyggðin er eingöngu opin yfir sumartímann frá lokum maí fram undir miðjan september ár hvert.

Nánari upplýsingar um starfið og launakjör veitir Finnbogi Sveinbjörnsson á netfangið finnbogi@verkvest.is eða í síma 456 5190 virka daga frá kl.09:30 – 15:00.

Umsóknarfrestur er til 24. febrúar 2023. Umsóknir um starfið með upplýsingum um umsækjendur þurfa að hafa borist fyrir þann tíma á finnbogi@verkvest.is eða til Orlofsbyggðin Flókalundur, Hafnarstræti 9,  400 Ísafjörður. 

Öllum umsóknum verður svarað en ef enginn umsækjenda telst hæfur í starfið áskilur stjórn rekstrarfélagsins sér þann rétt að hafna öllum umsækjendum og auglýsa starfið aftur.

Deila