Translate to

Fréttir

Aukin og bætt þjónusta við félagsmenn

Stjórn Verk Vest hefur að undanförnu unnið að breytingum á starfsemi félagsins á Ísafirði og Patreksfirði. Breytingarnar felast fyrst og fremst í aukinni þjónustu við félagsmenn á starfssvæðinu. Á Patreksfirði hefur Stefanía Árnadóttir verið ráðin í hlutastarf á móti Hrönn Árnadóttur og í kjölfarið hefur opnunartími skrifstofunnar á Patreksfirði verið lengdur og er opið frá kl.10.00 - 16.00 alla virka daga. Allt frá því skrifstofan á Patreksfirði var opnuð haustið 2012 hefur verið stígandi í starfseminni. 

Á Ísafirði verður hefur sú breyting verið gerð að á fimmtudögum verður lengdur opnunartími. Samfelld opnun á fimmtudögum verður eftirleiðis frá kl.08:00 - 17:00. Er þetta gert til að koma á móts við félagsmenn sem þurfa að sækja þjónustu eftir að almennum vinnudegi er lokið. Horft var til þess eftir að útibú Landsbankans á Ísafirði, sem er í næsta húsi við skrifstofu félagsins, ákvað að vera með lengda opnun á fimmtudögum í kjölfar lokana útibúa á svæðinu að nota tækifærið og bjóða félagsmönnum upp á lengda opnun skrifstofu félagsins á Ísafirði til kl.17.00 á fimmtudögum.

Rétt er að minna félagsmenn á að frá haustinu 2015 hefur verið hægt að bóka íbúðir og sumarhús félagsins ásamt því að kaupa ýmsa afsláttarmiða fyrir félagsmenn beint á heimasíðu félagsins gegnum bókunarkerfið Frímann.

Deila