Bætur lífeyrisþega hækka
Helstu breytingar sem taka gildi 1. júlí 2008 eru hækkanir frítekjumarks lífeyrisþega í kr.100.000,- á mánuði þó tímabundið hjá örorkuþegum til áramóta 2008/2009. Þá verður einnig hækkun á frítekjumarki vegna lífeyrissjóðstekna örorkuþega sem og hækkun á aldurstengdri örorkuuppbót til þeirra sem ekki njóta fullrar uppbótar. Nánari upplýsingar má sjá á vef Tryggingastofnunar.