Nú hafa þeir Bakkabræður, Ágúst og Lýður Guðmundssynir ráðist til atlögu gegn verkafólki við ávaxta- og grænmetisiðju Bakkavarar í Bourne í Lincolnshire í Englandi. Störf eru britjuð niður, laun lækkuð og vinnuskilyrði skert. Þau voru þó fyrir ein þau lökustu í Bretlandi. Efnt verður til mótmælaaðgerða, kröfugöngu og útifundar föstudaginn 17. desember í Spalding þar sem höfðuðstöðvar Bakkavarar eru til húsa. Það er breska verkalýðssambandið Unite the Union, systursamtök Starfsgreinasambands Íslands, sem stendur fyrir mótmælunum. Starfsgreinasambandið tekur að sjálfsögðu undir kröfur Unite gegn Bakkavör og hvetur íslesku verkalýðshreyfinguna til að gera slíkt hið sama en senda má stuðningsyfirlýsingu og baráttukveðjur á netfangið:
dontchopbakkavor@unitetheunion.com.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu
SGS.