Translate to

Fréttir

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra blæs til sóknar í neytendamálum.

Ráðherra ásamt fundarstjóra, frummælendum og verkefnisstjóra neytendamála Ráðherra ásamt fundarstjóra, frummælendum og verkefnisstjóra neytendamála

 

Á fundi sem viðskiptaráðherra stóð fyrir á hótel Ísafirði í gærkvöldi kom fram að innan hans ráðuneytis er í gangi öflug vinna sem stuðlar að aukinni neytendavernd og að íslenskir neytendur verði meðvitaðri um fjármálaumhverfi dagsins í dag.  Þá boðaði ráðherra  einnig að hjá samkeppniseftirlitinu og neytendastofu muni í auknum mæli verði notast við stjórnsýsluúrræði og sektarákvæði vegna brota er varð neytendur.

 

Á fundinum héldu Sigurður Pétursson bæjarfulltrúi og Elsa Arnardóttir framkvæmdarstjóri Fjölmenningarseturs einnig framsöguerindi um neytendamál.  Nokkuð líflegar umræður um neytendamál voru í kjölfar framsöguerinda, og er ljóst að flutnings- og fjarskiptakostnaður er það sem einkum brennur á neytendum hér vestra.  Þá var athyglisvert að heyra hvað öflug neytendavitund getur veitt verslunareigendum gott aðhald þegar kemur að verði og gæðum vöru og þjónustu.

 

Á fundinum birti ráðherra niðurstöður könnunar um fyrirkomulag verðmerkinga sem var framkvæmd í verslunum á svæðinu fyrir fundinn. Í könnuninni kom í ljós að neytendur hér vestra búa við nokkuð gott ástand í þessum efnum, og ljóst að verslunareigendur hér á svæðinu sandi sig nokkuð vel hvað verðmerkingar varðar.  Í ljósi þess hve neytendamál skipta okkur öll miklu máli þá var miður að fleiri skyldu ekki sjá sér fært að mæta og taka þátt í þessari mjög svo þörfu umræðu sem neytendamál eru okkur öllum.   

Deila