Translate to

Fréttir

Breytilegir vextir sjóðfélagalána lækka

Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur ákveðið að lækka vexti á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum sjóðfélagalánum með breytilegum vöxtum, um 0,10 prósentustig frá og með 15. maí 2017.

Breytilegir vextir verðtryggðra grunnlána lækka úr 3,45% í 3,35% og verðtryggðra viðbótarlána lækka úr 4,20% í 4,10%.

Breytilegir vextir óverðtryggðra grunnlána lækka úr 6,15% í 6,05% og óverðtryggðra viðbótarlána úr 6,90% í 6,80%.

Kjör sjóðfélagalána hjá Gildi-lífeyrissjóði eru áfram með þeim hagstæðustu sem bjóðast á íbúðalánamarkaði.

Nánar á www.gildi.is

Deila