Translate to

Fréttir

Breytingar á fiskverði

Slysatryggingar sjómanna eru þeim lífsnauðsyn ! Slysatryggingar sjómanna eru þeim lífsnauðsyn !

 

Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna, sem haldin var 1. september 2008, var ákveðið að hækka verð á óslægðum þorski um 10%,  óslægðri ýsu um 5% og á karfa um 7%.  Breytingin er gerð með tilvísun í 1. gr, laga nr 13/1998 og tók gildi þann 1. september síðast liðinn.  Hægt er að fá frekar upplýsingar á vef verðlagsstofu.

 

Þá er rétt að taka fram vegna fyrirspurna frá sjómönnum um stöðu mála í kjaraviðræðum við LÍÚ þá hafa viðræður ekki skilað árangri. Ekki er ofsögum sagt að mikið beri á milli í viðræðunum. Fyrirferðamestar eru kröfur útvegsmanna um aukna þátttöku sjómanna í olíukostnaði ásamt aukinni þátttöku sjómanna í slysatryggingapakkanum.  Það er ósanngjörn krafa útvegsmanna að sjómenn taki þátt í auknum útgerðarkostnaði, ekki fengu sjómenn aukinn hlut þegar olíuverð var lægra!  
Viðsemjendur funduðu hjá sáttasemjara í vikunni og skemmst er frá að segja að ekkert nýtt kom fram á þeim fundi.

Deila