Translate to

Fréttir

Breytingar á persónuafslætti og atvinnuleysisbótum

Frá og með 1.janúar 2009 koma inn hækkanir á persónuafslætti og sjómannaafslætti. Einnig kemur til framkvæmda hækkun á atvinnuleysisbótum, bæði grunnatvinnuleysisbótum og tekjutengdum.


Þann 1. janúar hækkar persónuafsláttur úr kr.34.034 í 42.205 og nemur hækkunin því  kr.8.171.  Sjómannaafsláttur hækkar úr kr. 874 á dag í kr.987 á dag eða 113 krónu hækkun á dag. 


Hækkun atvinnuleysisbóta sem átti að koma til framkvæmda 1.mars 2009 hefur verið flýtt að skipun félagsmálaráðherra og tekur sú breyting gildi frá og með 1.janúar 2009.  Grunnatvinnuleysisbætur hækka úr kr. 136.036 í kr. 149.536,  og tekjutengdar atvinnuleysisbætur hækka úr kr. 220.279 í kr.242.636.  

Deila