Translate to

Fréttir

Byggingarliðar útskrifast hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Þátttakendur ásamt Smára Haraldssyni Þátttakendur ásamt Smára Haraldssyni
Forstöðumaður Fræðslumiðstöðvarinnar afhenti hverjum og einum úskriftarskírteini Forstöðumaður Fræðslumiðstöðvarinnar afhenti hverjum og einum úskriftarskírteini

Í dag voru útskrifaðir hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða 11 nemendur úr Grunnnámi byggingarliða.
Grunnnámið er 45 kennslustunda námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, ætlað þeim sem starfa eða hafa starfað í hjá fyrirtækjum sem annast gatna- og jarðvinnu, hjá byggingarfyrirtækjum eða hjá fyrirtækjum sem framleiða og selja varning vegna gatnagerðar, húsbygginga- og mannvirkjagerðar.

Grunnnám byggingarliða var nú á dagskrá Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða í fyrsta sinn, í samstarfi við Vinnumálastofnun.

Í námsskránni var m.a. fjallað um skipulagsteikningar, mælitækni, framleiðslukostnað, jarðvegsfyllingar og burðarefni, verkáætlanir, flutningatækni, gæðastjórnun, samskipti, rekstrarumhverfi fyrirtækja, réttindi og skyldur og öryggismál.

Þeir níu nemendur sem gátu mætt til útskriftarinnar létu í ljós ánægju með námskeiðið og hafa margir hverjir - ef ekki allir - hug á að nýta sér frekar eitthvað af fjölbreyttum námsmöguleikum sem Fræðslumiðstöðin býður upp á.

Deila