Translate to

Fréttir

Byggjum réttlátt Þjóðfélag - yfirskrift ársfundar ASÍ 2009

Yfirskrift ársfundar ASÍ Yfirskrift ársfundar ASÍ
Ársfundur ASÍ 2009 verður haldinn á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut dagna 22. og 23. október.  Yfirskrift fundarins verður Byggjum réttlátt þjóðfélag þar sem áherslan verður á hag heimilanna, efnahags- og kjaramál og atvinnumál og samfélagslega ábyrgð.  Verkalýðsfélag Vestfirðinga á rétt á 6 ársfundarfulltrúum þetta árið, en Finnbogi Sveinbjörnsson, Ólafur Baldursson, Gunnhildur Elíasdóttir, Halldór Gunnarsson, Finnur Magnússon og Erna Sigurðardóttir voru kosnir sem fulltrúar félagsins.  Allar upplýsingar varðandi umræðuskjöl fundarins má nálgast hér.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:


Fimmtudagur 22. október
10:00 Ávarp forseta ASÍ
 Ávarp félags- og tryggingamálaráðherra
 Álit kjörbréfanefndar
 Afgreiðsla kjörbréfa
 Kjör starfsmanna
 Horfur í efnahagsmálum - Hagdeild ASÍ

 Framsögur:
 Atvinnumál
 Efnahags- og kjaramál
 Hagsmunir heimilanna

 Lagabreytingar
 Kynning/1. umræða
 
12:30  Hádegishlé
13:30 1.  umræða:
 Atvinnumál
 Efnahags og kjaramál
 Hagsmuni heimilanna

 Önnur mál
 Kynning/1. umræða

15:00 Málstofur/nefndastörf
20:00 Kvölddagskrá

Föstudagur 23. október
9:00 Málstofur/nefndastörf
11:00  Skýrsla forseta og reikningar ASÍ og stofnana
 Umræða og afgreiðsla
 Kosningar*

 Lagabreytingar
 2. umræða/afgreiðsla
 
12:30 Hádegishlé
13:30 2.  umræða/afgreiðsla:
 Atvinnumál
 Efnahags og kjaramál
 Hagsmuni heimilanna
 Önnur mál
 2. umræða/afgreiðsla
17:00  Ársfundi slitið.


*Gert er ráð fyrir að kosningar geti hafist fyrir hádegi 23. október.

Deila