Translate to

Fréttir

Desemberuppbót

Við minnum atvinnurekendur og launþega á desemberuppbótina sem á að greiða í síðasta lagi 15. desember (1. desember hjá starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga).

Desemberuppbótin er misjöfn eftir kjarasamningum og er sem hér segir miðað við fullt starf:

Verkafólk  46.800
Iðnaðarmenn  46.800
Starfsmenn ríkisstofnana*  46.800
Starfsmenn sveitarfélaga  72.399
Verslunar- og skrifstofufólk  53.100
Þörungaverksmiðjan á Reykhólum  77.963
* Skv. sérákvæði með kjarasamningi hafa þeir starfsmenn heilbrigðisstofnana sem voru við störf 1. apríl 2004 kr. 61.876 í desemberuppbót.

 

Fullt starf telst 45 vikur fyrir utan orlof.

Greiða skal hlutfallslega fyrir skemmri starfstíma eða lægra starfshlutfall.

Orlof er innifalið í desemberuppbótinni.

Deila