Translate to

Fréttir

Desemberuppbót 2009

Nú líður að því að kjarasamningsbundin desemberuppbót komi til greiðslu. Hún á að greiðast ekki seinna en 15. desember. Þeir sem fá útborgað mánaðarlega, t.d. starfsmenn ríkis og sveitarfélaga, eiga því að fá hana 1. des.

Desemberuppbótin er mismunandi eftir kjarasamningum, en allir eiga rétt á að fá greiðslu miðað við starfstíma og starfshlutfall. Til að fá fulla uppbót þarf að hafa skilað 1800 dagvinnutímum á síðustu 12 mánuðum.

Full desemberuppbót er sem hér segir:
 

Á almenna vinnumarkaðnum:

Verkafólk (SGS) 45.600 
Verslunar og skrifstofufólk (LÍV) 51.800
Iðnaðarmenn og iðnnemar (Samiðn) 45.600
Þörungaverksm. Reykhólum 74.501

Starfsmenn ríkisins *                         45.600

* Skv. sérákvæði með kjarasamningi hafa þeir starfsmenn heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum

sem voru við störf 1. apríl 2004 kr. 61.876 í desemberuppbót.

Starfsmenn sveitarfélaga                   72.399


Nánari upplýsingar er að finna í viðkomandi kjarasamningum sem eru aðgengilegir undir liðnum KJARAMÁL hér til vinstri.                

Deila