Desemberuppbót 2016
Desemberuppbót skal greidd ekki síðar en 15. desember, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Fullt ársstarf telst 45 unnar vikur eða meira.
Full desemberuppbót 2016 er sem hér segir:
Verkafólk, starfsmenn á veitinga-, þjónustu- og greiðasölustöðum, beitningamenn á smábátum, starfsmenn á bændabýlum, starfsmenn ríkisstofnana.................................... 82.000
Verslunar- og skrifstofufólk................................. 82.000
Kalkþörungaverksmiðjan Bíldudal........................ 89.775
Iðnaðarmenn og iðnnemar.................................. 82.000
Þörungaverksmiðja Reykhólum.......................... 123.026
Starfsmenn sveitarfélaga...................................106.250