Translate to

Fréttir

Desemberuppbót 2023 - kannaðu þín réttindi

Kjarasamningum samkvæmt fær launafólk greidda desemberuppbót, en skilyrði uppbótar má finna í viðeigandi kjarasamningi sem finna má á kjaravef Verk Vest.

Hér eru upplýsingar um upphæðir og síðasta greiðsludag miðað við 100% starf:

  • Almennur vinnumarkaður: Kr. 103.000 sem greiðist í síðasta lagi 15. desember (flestir atvinnurekendur greiða þetta út með launum 30.nóv.)
  • Ríkisstarfsmenn: Kr. 103.000 sem greiðist 1. desember.
  • Starfsmenn sveitarfélaga: Kr. 131.000 sem greiðist 1. desember.
  • Kalkþörungaverksmiðjan Bíldudal kr. 144.913
  • Þörungaverksmiðjan Reykhólum kr. 152.463
  • Sjómenn: Sjómenn fá ekki desemberuppbót.

Fáir þú ekki greidda desemberuppbót en ert á vinnumarkaði eða hefur efasemdir um að uppbótin sé rétt reiknuð má senda fyrirspurnir á postur@verkvest.is eða í síma 456 5190

Deila