Translate to

Fréttir

Desemberuppbót og sérstakt álag

Senn líður að því að vinnuveitendur greiði starfsfólki desemberuppbót fyrir árið 2011. Uppbótin á að greiðast eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma. Þeir sem eiga rétt á uppbótinni þurfa að hafa verið í samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Í ár er einnig greitt sérstakt álag á desemberuppbótina, gilda sömu reglur um þessa greiðslu og gilda um greiðslu á desemberuppbót. Þessi álagsgreiðsla nemur kr. 15.000 fyrir árið 2011 og er eingreiðsla sem bætist við kjarasamingsbundna desemberuppbót.  Þannig verður desemberuppbót sem dæmi hjá Verslunar og skrifstofufólki með álaginu kr. 70.400 fyrir 100% starf.

Desemberuppbót fyrir árið 2011 er eftirfarandi án sérstaks álags fyrir 100% starf.
Almennt verkafólk og Iðnaðarmenn kr. 48.800
Verslunar og skrifstofufólk kr. 55.400
Starfsfólk sveitarfélaga kr. 75.500
Starfsfólk ríkisstofnana kr. 48.800
Starfsfólk Þörungaverksmiðjunnar Reykhólum kr. 81.276
Starfsfólk Kalkþörungaverksmiðjunnar Bíldudal kr. 64.032
Að auki skal greiða kr.15.000 sem er sérstakt álag á desemberuppbót fyrir árið 2011.

ATH. sérstaka álagsgreiðslan á desemberuppbót á ekki við um starfsmenn sveitarfélaga. Þeir eiga að fá sérstaka eingreiðslu kr. 25.000 þann 1.febrúar 2012 skv. grein 1.2.2 í kjarasamningi.


Deila