Dökk mynd af aðstæðum - mikil eining fundarmanna
Mikil eining ríkti á fundi formanna aðildarfélaga ASÍ um stöðuna í viðræðum við atvinnurekendur og stjórnvöld um kjaramálin og stöðugleikasáttmála, sem lauk síðdegis í gær. Á fundinum var samþykkt tillaga mótatkvæðalaust þar sem lýst var fullum stuðningi við forystu og samninganefnd ASÍ sem nú fundar linnulítið í karphúsinu.
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ fór yfir stöðuna í viðræðum við SA og stjórnvöld og Ólafur Darri Andrason deildarstjóri hagdeildar ASÍ reifaði drög að nýrri hagspá. Báðir drógu þeir upp afar dökka mynd af ástandinu.
Nánar á vef ASÍ