Translate to

Fréttir

Dýrafjarðargöng aftur inn á samgönguáætlun

Séð inn Dýrafjörð. Mynd BB.IS Séð inn Dýrafjörð. Mynd BB.IS

Á fundi stjórnar Verk Vest voru samgöngu- og byggðamál enn til umræðu. Tilefni umræðanna var sú ákvörðun að fresta gerð Dýrafjarðarganga og með þeim hætti viðhalda því óréttlæti sem viðgengist hefur í samgöngubótum milli norður og suðursvæðis Vestfjarða.  Stjórn félagsins hvetur Vestfirðinga sem og landsmenn alla að leggjast á ára og taka þátt í undirskriftasönunum til að þrýsta á um að Dýrafjarðargöng verði sett aftur inn á samgönguáætlun. 


„Stjórn Verkalýðsfélags vestfirðinga skorar  á samgönguráðherra að draga til baka ákvörðun um frestun Dýrafjarðaganga og tryggja að ráðist verði í gerð jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar í beinu framhaldi á verklokum við Óshlíðargöng,  sem og heilsárs vegbótum við alla þéttbýlisstaði á sunnanverðum Vestfjörðum.


Skerðing af því tagi sem við íbúar fjórðungsins þurfum að þola í samgöngumálum leiðir ekki eingöngu til ótryggara atvinnuástands, heldur hefur einnig bein áhrif á íbúaþróun með neikvæðum hætti. 
Verkalýðsfélag Vestfirðinga ítrekar að bættar samgöngur eru ein af undirstöðunum þess að tryggja og viðhalda byggð í landinu. Góðar samgöngur eru lífæð hverrar byggðar, bæði hvað varðar atvinnu og menningu, sem og öryggi og þróun byggðar."



Deila