Dyravarðanámskeið á Ísafirði. Mynd bb.is
Dyravarðarnámskeið í samstarfi lögreglunnar á Vestfjörðum, Verkalýðsfélags Vestfriðinga, slökkviliðsstjórans í Ísafjarðarbæ og Tryggingarmiðstöðvarinnar hf. verður haldið dagana 11 - 14.janúar næst komandi. Námskeiðið er ætlað þeim starfsmönnum veitinga- og skemmtistaða sem sinna dyravörslu og öðrum þeim sem sinna dyravarðarstarfi á einstökum skemmtunum eða dansleikjum. En allir sem sinna dyravarðastarfi, hvort heldur sem aðalstarfi eða hlutastarfi þurfa að hafa lokið námskeiði sem þessu.
Námskeiðið stendur í fjögur kvöld frá kl 18:00 - 22:00 og er þátttökugjaldið kr.5.000,- Rétt er að benda á að starfsmenntasjóðir stéttarfélaga taka þátt í kostnaði við námskeiðisgjaldið.
Þátttakendur þurfa að skrá sig á Lögreglustöðinni á Ísafirði ekki seinna en föstudaginn 8.janúar 2010.
Nánari upplýsingar um dagskrá námskeiðsins má finna
hér.