Efnahagsmál og endurreisn á þingi SGS
Dr. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, Aðalsteinn Leifsson, Háskólanum í Reykjavík og Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, höfðu framsögur á þinginu um efnahagsmál og endurreisn. Ágúst fjallaði um brýnustu verkefnin framundan, Aðalsteinn um sjávarútveg og landbúnað með tilliti til ESB og Ólafur Darri fjallaði um horfur í kjaramálum.
Hægt er að nálgast glærur sem þeir studdust við og sýna helstu áherslur í málflutningi þeirra á vef SGS.