Translate to

Fréttir

Efnahagsvandinn- einhugur innan Starfgreinasambandsins

Formenn aðildarfélga Starfsgreinasambandsins funduðu í kvöld um aðsteðjandi efnahagsvanda og mögulega aðkomu lífeyrissjóðanna að lausn þess vanda og skilmála verkalýðshreyfingarinnar í því sambandi. Formannafundurinn lýsti samhljóða fullum stuðningi við þá vinnu sem forsvarsmenn verkalýðshreyfingairnnar og lífeyrissjóða hafa komið að undanfarna sólahringa og fullu trausti við áframhaldandi vinnu forsvarsmanna sambandsins í þeirri krefjandi stöðu sem við öll stöndum frammi fyrir.


Ályktunin fer hér á eftir.

,,Formannafundur aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands, haldinn í húsnæði ríkissáttasemjara 5. október 2008, lýsir fullum stuðningi við þá vinnu sem forsvarsmenn verkalýðshreyfingairnnar og lífeyrissjóða hafa komið að undanfarna sólahringa, til lausnar á þeim vanda sem nú blasir við íslensku efnahags- og atvinnulífi. Fundurinn lýsir einnig fullu trausti við áframhaldandi vinnu forsvarsmanna sambandsins í þeirri krefjandi stöðu sem við öll stöndum frammi fyrir. Starfsgreinasamband Íslands stendur einhuga með félögum sínum innan Alþýðusambandins í viðræðum þess við Samtök atvinnulífsins og ríkisvaldið um aðsteðjandi vanda."


Deila