miðvikudagurinn 26. mars 2014

Eingreiðsla til starfsmanna ríkisins

Ríkisstarfsmenn á Hólmavík 2005
Ríkisstarfsmenn á Hólmavík 2005
Félagið minnir á eingreiðslu sem ríkisstarfsmenn áttu að fá skv. eftirfarandi ákvæði í kjarasamningi:

"1.mars 2014: Eingreiðsla 38.000 kr. miðað við þá sem eru í fullu starfi í
janúar 2014. Þeir sem eru í hlutastarfi og/eða hafa starfað
hluta úr mánuði skulu fá hlutfallslega greiðslu."

Með samkomulagi fjármála- og efnahagsráðherra við stéttarfélög og bandalög þeirra í febrúar 2013 voru gerðar nokkrar breytingar á kjarasamningum svo sem stytting á gildistíma samninganna.
Einnig var þá samið um að færa fyrirhugaða eingreiðslu frá 1. mars til 1. janúar.
Vegna skattalegra vandkvæða samþykktu öll félög og bandalög, að undanteknum félögum lækna, að 1. febrúar væri heppilegri dagsetning til útborgunar eingreiðslunnar.
Starfsmenn ríkisstofnana eru hvattir til að athuga á launaseðlum sínum hvort eingreiðslan hefur ekki örugglega skilað sér.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.