Translate to

Fréttir

Ekkert lát á hækkunum matvöru !

Æ fleiri krónur þarf til helstu nauðsynja ! Æ fleiri krónur þarf til helstu nauðsynja !

Enn eru miklar hækkanir á matvörum í verslunum, að því er fram kemur í nýrri

mælingu verðlagseftirlits á vörukörfu ASÍ sem gerð var um sl.
 mánaðarmót (viku 36). Við samanburð á mælingu verðlagseftirlitsins frá
því í maí (viku 19), hækkar vörukarfan um 2-5% hjá öllum verslunarkeðjum
nema Nóatúni, þar sem karfan

lækkar um 1%.


Miklar hækkanir eru áberandi í flestum vöruflokkum körfunnar en lækkanna
gætir á grænmeti og ávöxtum hjá þjónustuverslunum og klukkubúðum.

Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði mest á milli mælinga í Samkaupum-Strax um 5,6%,
í Krónunni um 4,7%, í 11-11 um 4,6% og í Bónus um 4%. Í 10-11 nam hækkunin

3,9%, í Kaskó 3,2%, í Hagkaupum 2,7%, í Samkaupum-Úrval 2,3% og í Nettó

hækkaði vörukarfan um 2,2%, á þessu fjögurra mánaða tímabili.

Nánar er greint frá verðkönnuninni á vef ASÍ.

Deila