Translate to

Fréttir

Ekki ætlunin að gefa afslátt af kröfunum!

Krafan gæti ekki verið skýrari ! Krafan gæti ekki verið skýrari !
Starfsgreinasamband Íslands hefur lagt fram kröfur aðildarfélaganna til Samtaka atvinnulífsins varðandi komandi kjarasamninga. Þetta eru ekki bólgnar kröfur eins og verkalýðshreyfingin hefur oft verið sökuð um heldur til þess gerðar að laga stöðu þeirra sem eru á lægstu töxtunum án þess að skapa þjóðhagslegan óstöðugleika. Það er ekki ofrausn að ætla vinnumarkaðnum það hlutverk að koma á móts við þá sem búa við bágust kjörin því er engin ástæða til að gefa neinn afslátt á framkomnum kröfum.


Ríkisstjórnin heldur reyndar á stærsta trompinu í þessum kjarasamningum, og má jafnvel leiða að því líkum að þeir hafi lykilinn í höndum sér þegar kemur að útspili þeirra í skatta og velferðarmálum. Ein mesta kjarabót frá ríkisvaldinu til þeirra sem búa við kröppust kjörin er hækkun skattleysismarka eða upptaka skattþrepa á tekju lægstu hópana. Með aðkomu ríkisvaldsins í formi róttækra aðgerða í skatta og velferðarmálum væri jafnvel hægt að hraða gerð kjarasamninga á skynsamlegu nótunum.

Deila