Ekki ætlunin að gefa afslátt af kröfunum!
Ríkisstjórnin heldur reyndar á stærsta trompinu í þessum kjarasamningum, og má jafnvel leiða að því líkum að þeir hafi lykilinn í höndum sér þegar kemur að útspili þeirra í skatta og velferðarmálum. Ein mesta kjarabót frá ríkisvaldinu til þeirra sem búa við kröppust kjörin er hækkun skattleysismarka eða upptaka skattþrepa á tekju lægstu hópana. Með aðkomu ríkisvaldsins í formi róttækra aðgerða í skatta og velferðarmálum væri jafnvel hægt að hraða gerð kjarasamninga á skynsamlegu nótunum.