Translate to

Fréttir

Endurbætur í Svignaskarði

Hér má sjá hluta af stækkun Hér má sjá hluta af stækkun
Formaður Verk Vest og Eiríkur hadsala samkomulag um endurbæturnar Formaður Verk Vest og Eiríkur hadsala samkomulag um endurbæturnar
Endurbætur við hús nr. 9 í Svignaskarði eru komnar á fullt skrið, en ætlunin er að stækka húsið þannig að þar verði gisting fyrir 8 manns ásamt því að farið verður í nauðsynlegar endurbætur á innréttingum. Byggingaverktakinn Eiríkur J. Ingólfsson í Borgarnesi vinnur verkið fyrir félagið, en þess má geta að félagið hefur átt mjög gott samstarf við Eirík og má í því sambandi nefna að fyrirtæki hans sá um nýbyggingu á húsi nr. 30 sem var tekið í notkun árið 2008. Ráðgert er að húsið verði tilbúið til útleigu í byrjun febrúar og miðað við góðan gang á framkvæmdum þá ætti það takast. Þess má geta að Svignaskarð er einn vinsælasti orlofsdvalarstaður félagsmanna. Í ljósi þess var ákveðið að þegar farið yrði í löngu tímabærar endurbætur þá yrði húsið einnig stækkað ásamt því að sólpallur og aðgengi verði lagfært.  
Deila