Translate to

Fréttir

Endurhæfingarsjóður opnar heimasíðu

Endurhæfingarsjóður var stofnaður af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins í sumar og byggir hann á samkomulagi um nýtt fyrirkomulag endurhæfingar í kjarasamningum sem undirritaðir voru í febrúar sl. Hlutverk Endurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum.

Á undanförnum vikum hefur verið unnið að því að byggja upp faglega starfsemi hjá Endurhæfingarsjóði og nú hefur verið opnuð heimasíða með upplýsingum um starfsemina. Slóðin er: http://www.virk.is og einnig er hægt að nota http://www.endurhaefingarsjodur.is. Á heimasíðunni er að finna upplýsingar um markmið og hlutverk sjóðsins, þá þjónustu sem verður í boði fyrir einstaklinga og atvinnurekendur og yfirlit yfir fjölbreytt endurhæfingarúrræði um allt land.

Deila