Endurnýjaður samningur í höfn - sjómenn höfnuðu aðkomu ráðherra
Mjög erfiðri samningalotu sjómanna og útgerðarmanna lauk með undirritun kjarasamninga kl.hálf þrjú aðfaranótt laugardags. Sjómenn áttu samtal við ráðherra um viðurkenningu á dagpeningagreiðslum þannig að sjómenn sætu við sama borð og aðrar stéttir. áherslur sjómanna mættu ekki skilningi ríkisvaldsins. Samningamenn sjómanna höfnuðu því aðkomu ríkisvaldsins enda náði tillaga ráðherra í fæðismálum eingögnu til hluta sjómanna. Við lá að upp úr slitnaði þegar þetta var ljóst en sjómenn áttu samtöl við útgerðarmenn sem leiddu af sér lausn deilunnar. Ríkið kom því ekki að lausn deilunnar heldur sýndu samningsaðilar ábyrgð og náðu lendingu sem lögð verður í dóm félagsmanna á helginni.
Til viðbótar við kjarasamninginn sem felldur var fyrir áramót náðu samningsaðilar sátt um breytingu á olíuverðsviðmiði, endurgjaldslaust fæði, að útgerðir láti sjómönnum í té allan öryggis- og hlífðarfatnað þeim að kostnaðarlausu, bætta framkvæmd í fjarskiptamálum, sérstaka kaupskráruppbót og sérstakta línuuppbót til sjómanna á línubátum. Þá náðist samkomulag um að heildarendurskoðun kjarasamningum fari fram á samningstímanum.
Kynninga- og kjörfundur á Ísafirði verður á Hótel Ísafirði og hefst kl.16:00. Kynninga- og kjörfundur á Patreksfirði verður í Félagsheimilinu kl.16:00