fimmtudagurinn 14. júní 2012

Enn laust í Hesteyrarferð

Ennþá er hægt að komast í hina rómuðu Hesteyrarferð sem verður farin laugardaginn 16. júní.
Hinn stórskemmtilegi Magnús Reynir Guðmundsson mun segja sögur af svæðinu.
Boðið verður upp á kjötsúpuna heimsfrægu í gamla læknishúsinu og kaffi á eftir.
Farið verður frá Ísafirði kl. 10:00 og komið aftur um kl. 17:00.
Verð aðeins kr. 7.000- fyrir félagsmenn Verkvest og fjölskyldur þeirra (3.500 kr. fyrir börn 6 – 12 ára)
Samkvæmt veðurspá verður bongóblíða eins og verið hefur undanfarna daga.
Skráning á skrifstofu Verk Vest á milli kl.  8 og 16  og í síma 456 5190.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.