Translate to

Fréttir

Eru Íslendingar lélegir neytendur?

Hvaða áhrif hefur skortur á samkeppni, neytendavernd og eftirliti með viðskiptaháttum á atvinnulíf, viðskipti, verðlag og lífskjör? Er eitthvað sem má betur fara í þessum málum hér á landi?

Á fundinum verður leitast við að svara þessum spurningum og fleiri. Fjallað verður um hlutverk, stöðu og umhverfi þeirra opinberu stofnanna og félagasamtaka sem fara með samkeppnis- og neytendamál hér á land og áherslur stjórnvalda í því samhengi. Einnig verður fjallað um fyrirkomulag þessara mála í nágrannalöndunum.

Á fundinum verða nokkur styttri erindi og pallborð. Í pallborði verða fulltrúar frá Samkeppniseftirlitinu, Neytendasamtökunum, Samtökum verslunar og þjónustu, Neytendasamtökunum og verkalýðshreyfingunni.

Beint streymi verður af fundinum og hann tekinn upp fyrir þau sem komast ekki á staðinn.

Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

Deila