Translate to

Fréttir

Evrópusamband verkalýðsfélaga gagnrýnir spilavítiskapitalisma

Af vef Starfsgreinasambands Íslands:
Evrópusamband verkalýðsfélaga, ETUC, samþykkti um síðust helgi yfirlýsingu „Um Casínó kapítalismann" þar sem kallað er eftir sanngirni og um leið hörðum aðgerðum vegna alþjóðlegu fjármálakrísunnar. Yfirlýsingin var send Jean-Claude Trichet, forseta Evrópska Seðlabankans, þar sem óskað er eftir afstöðu bankans við sjónarmið verkalýðssamtakanna. Lykilatriði yfirlýsingarinnar felur í sér að aldrei framar verði unnt að leyfa sambærilegar aðstæðum að þróast á fjármálamörkuðum og að stuðningur opinbers fjármagns við fjármálafyrirtæki verði að vera háð opinberum áhrifum og eftirliti; þ.e. regluverk með fjármálstarfsemi verði að herða og að almenningur njóti ávaxta af því þegar opinberum fjármunum er veitt til aðstoðar fjármálafyrirtækjum. Samtökin leggja ennfremur áherslu á mikilvægi skilviks regluverks og virkra aðgerða til að tryggja að „raunveruleg" fjármálstarfsemi atvinnulífsins verði ekki svelt vegna skorts á rekstrar- og fjárfestingafé.

ETUC-yfirlýsingin kveður sterkt að orði um Casíno kapítalismann og fullyrðir að núverandi fjármálakrísa eigi rætur í græðgi og glannaskap í Wall Street, London og öðrum lykil fjármálamörkum. Spákaupmennska hafi í miklum mæli verið leiðandi í illa grunduðum fjárfestingum. Spákaupmennska hafi aukið enn frekar á olíuhækkanir, hækkanir á matvörum og hráefni. Spákaupmennska fyrir stundargróða sem bitnar á öllum almenningi, launþegum og heilbrigðu atvinnulífi, þegar upp er staðið.

Það skyldi þó ekki vera að þessi lýsing ETUC, um spákaupmennskuna eigi einnig við hér hjá okkur, um okkar fjárhættu kapítalista? - og er þá vægt tekið til orða.

Sjá nánar á www.etuc.org
Vefur SGS

Deila