Fæðispeningar sjómanna hækka um 5,7%
Eins og kunnugt er skal skv. kjarasamningum sjómanna endurskoða upphæð fæðispeninga þann 1. júní ár hvert m.v. vísitölu neysluverðs. Fæðispeningar hækkuðu samkvæmt þessu um 5,7% 1. júní og eru nú sem hér segir:
a) Skuttogarar, loðnuskip, síldveiðiskip sem stunda veiðar fjarri heimahöfn, línuskip með beitningarvél, rækjuskip, sem frysta aflann um borð og rækjuskip 100 rúmlestir og stærri, sem ísa aflann um borð og eru í útilegu og gerð eru út utan útgerðarstaðar skipsins. Einnig togbátar 100 rúml og stærri, sem að jafnaði eru 6 daga eða lengur í veiðiferð: 1.593 kr. á dag.
b) Önnur skip stærri en 100 brl. og ekki tiltekin í lið a: 1.265 kr. á dag.
c) Skip að 100 brl: 959 kr. á dag.
Minnt er á að hækkunin tekur til sjómanna sem starfa á smábátum skv. samningi Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda.
Sjá nýja kaupgjaldsskrá á vefnum.
a) Skuttogarar, loðnuskip, síldveiðiskip sem stunda veiðar fjarri heimahöfn, línuskip með beitningarvél, rækjuskip, sem frysta aflann um borð og rækjuskip 100 rúmlestir og stærri, sem ísa aflann um borð og eru í útilegu og gerð eru út utan útgerðarstaðar skipsins. Einnig togbátar 100 rúml og stærri, sem að jafnaði eru 6 daga eða lengur í veiðiferð: 1.593 kr. á dag.
b) Önnur skip stærri en 100 brl. og ekki tiltekin í lið a: 1.265 kr. á dag.
c) Skip að 100 brl: 959 kr. á dag.
Minnt er á að hækkunin tekur til sjómanna sem starfa á smábátum skv. samningi Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda.
Sjá nýja kaupgjaldsskrá á vefnum.