Færðu félaginu handunnið veggteppi
Pjötlurnar sem eru hópur handverkskvenna af norðanverðum Vestfjörðum færði félaginu forláta veggteppi að gjöf á dögunum. Teppið er þakklætisvottur handverkshópsins til félagsins vegna afnota af Bjarnaborg sem er húsnæði félagsins á Suðureyri . En stjórn félagsins samþykkti að lána þeim húsnæðið vegna námskeiðahalds endurgjaldslaust. Veggteppið er allt hið vandaðasta og mun prýða forstofu Bjarnaborgar. Er "Pjötlunum" færðar þakkir fyrir þann hlýhug sem fylgir gjöfinni til félagsins.